Lífið

„Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Vatn, mykja og kúahland voru notuð til þess að bleyta jarðveginn.
Vatn, mykja og kúahland voru notuð til þess að bleyta jarðveginn. RAX

Það var snemma dags fimmtudaginn 30. mars árið 2006 sem RAX fékk ábendingu um mikla sinuelda á Mýrum norðan við Borgarnes.

Hann stökk upp í flugvél og hélt af stað en vissi ekki að þetta yrðu stærstu sinueldar Íslandssögunnar. Þegar hann nálgaðist eldana og sá reykjarmökkinn varð honum ljóst hversu mikið umfang eldanna var.

RAX nálgast eldana en hrossin sem voru á beit virtust ekki átta sig á því sem gekk á.RAX

Þegar RAX kom loks að eldunum sá hann hvernig þeir breiddust út á ógnarhraða enda var jarðvegurinn óvenju þurr.

Þar sem jarðvegurinn var þurr dreifðu eldarnir úr sér á tuga metra hraða á mínútu.RAX

Bændur á svæðinu notuðu haugsugur til að dreifa vatni, mykju, og kúahlandi til þess að bleyta jarðveginn og hefta útbreiðslu eldanna en bæði íbúðarhús og útihús voru í mikilli hættu.

Eldarnir geysuðu í þrjá sólarhringa og nokkrum bæjum stóð veruleg hætta af þeim.RAX

Einna tæpast stóðu bæirnir í Skíðsholti og Laxárholti en á síðarnefnda bænum átti eldurinn aðeins u.þ.b. 10 metra ófarna í fjósvegginn þar sem 70 kýr voru innandyra.

Söguna af sinueldunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

RAX





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.