Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. maí 2025 17:30 Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Alþingi Húsnæðismál Fasteignamarkaður Airbnb Leigumarkaður Samfylkingin Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun