Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. maí 2025 17:30 Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Alþingi Húsnæðismál Fasteignamarkaður Airbnb Leigumarkaður Samfylkingin Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun