„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2025 14:24 Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu í dag. EPA/MARK R. CRISTIN Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika. Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika.
Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira