„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2025 14:24 Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu í dag. EPA/MARK R. CRISTIN Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika. Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika.
Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira