Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 12:25 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Tillaga um að vísa frumvarpi atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en atvinnuveganefndar verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Formaður atvinnuveganefndar telur að þing verði að störfum fram í júlí, hið minnsta. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01