Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 11:51 Boeing-þota sem Bandaríkjaforseti prófaði á Flórída í febrúar. Katarar vilja gefa honum persónulega lúxusþotu. AP/Ben Burtis Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki. Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki.
Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent