Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 11. maí 2025 13:01 Reglulega kviknar umræða í samfélaginu um áherslur sveitarfélaga í skipulagsmálum, ekki síst Reykjavíkurborgar. Á umræðunni má gjarnan skilja það sem svo að valkostirnir varðandi þróun borgar og bæja séu eingöngu tveir. Annað hvort byggjum við of þétt og of hátt, með of fáum bílastæðum, of litlum gróðri og of lítilli birtu, eða að við byggjum ósjálfbær, dreifð og bílháð úthverfi. Þarna liggur ákveðinn vandi sem er líklegur til að valda því að umræðan leiði okkur ekki til farsællar niðurstöðu. Valkostirnir eru nefnilega fleiri og hvorugur af þessum fyrrnefndu er endilega góður. 15 mínútna borgin, 20 mínútna hverfið Fræðin um hið byggða umhverfi – borgarhönnun og skipulagsfræði – búa yfir mikilli uppsafnaðri þekkingu um það hvað er mikilvægt að tryggja og hvað er mikilvægt að forðast þegar unnið er að skipulagi byggðar. Ein sterkasta og víðförlasta skipulagskenning síðari ára er hugmyndin um 15 mínútna borgina. Sambærilegar skipulagshugmyndir eru einnig þekktar undir heitinu 20 mínútna hverfið. En hvernig er 15 mínútna borg eða 20 mínútna hverfi? Í stuttu máli er þar átt við hverfi þar sem er fjölbreytt úrval íbúðarhúsnæðis fyrir ólíka hópa. Hverfi þar sem umhverfið er mótað út frá mannlegum mælikvarða og íbúar þurfa ekki að ferðast lengra frá heimili sínu en sem nemur stuttri ferð gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum til að sinna helstu póstum daglegs lífs – matvöruverslun, námi, heilsugæslu, hreyfingu og útiveru, vinnu og svo framvegis. 20 mínútna hverfið (AlWaer & Cooper, 2024) Gróður, birta og skjól Það hefur einnig lengi verið þekkt hve gróður er mikilvægur í hinu byggða umhverfi og skilar margvíslegum gæðum – mýkt, litum og fegurð, skjóli, loftgæðum, tilfinningu fyrir árstíðum með laufgun, haustlitum og vetrarham, fuglalífi og -söng og svo mætti áfram telja. Nýverið hefur verið sett fram skýr og aðgengileg skipulagskenning sem kallast 3-30-300. Hún felur í sér viðmið fyrir skipulagsvinnu til að tryggja gróður í byggð. Viðmiðin eru einföld – að frá hverri íbúð og dvalarstað fólks sjáist þrjú tré, að trjákrónur þeki a.m.k. 30% lands í borgarhverfum og að allir hafi aðgang að góðu útivistarsvæði – almenningsgörðum o.þ.h. – í innan við 300 metra fjarlægð frá heimili. Mikilvægt er að hafa hugfast að þessi viðmið má vel uppfylla í þéttri, blandaðri borgarbyggð. Um það vitna til dæmis okkar elstu og þéttustu borgarhlutar í vesturhluta Reykjavíkur. 3-30-300 (Konijnendijk, 2022) Hér á norðurslóð verður svo seint ofmælt um það hversu þýðingarmikið er að tryggja birtu og skjól; að íbúðarhúsnæði njóti beinnar birtu og að svalir og dvalarsvæði í íbúðarhúsagörðum og öðru nærumhverfi fólks séu skjólsæl og njóti beinnar birtu. Þetta eru gömul sannindi sem meðal annars má sjá í riti Guðmundar Hannessonar læknis, Um skipulag bæja, sem kom út fyrir rúmum 100 árum síðan. Og rétt eins og með gróðurinn vitum við út frá þeim hverfum sem byggðust upp á fyrri hluta síðustu aldar, að það er vel hægt að tryggja sól og skjól í þéttri borgarbyggð hér á okkar norðlægu legu. Stigi staðargæða Auk framangreindra skipulagskenninga má nefna svokallaðan stiga staðargæða sem breskur rannsóknarhópur setti fram fyrir nokkrum árum síðan. Stigi staðargæða dregur fram þætti sem við ættum ýmist að stefna að eða forðast við skipulag byggðar. Þessi atriði byggja ekki á smekk eða dyntum höfunda stigans, heldur á kerfisbundinni greiningu þeirra á rannsóknum víða um lönd til margra ára á því hvað virkar vel og hvað virkar síður í hinu byggða umhverfi. Stigi staðargæða sýnir það sama og ofangreindar skipulagskenningar um 15 mínútna borgina/20 mínútna hverfið og 3-30-300, þ.e. að vönduð, gróðursæl og hæfilega þétt og blönduð borgarbyggð er það sem við eigum að miða að. Stigi staðargæða er með fjórum þrepum. Neðsta þrepið hefur að geyma áherslur í skipulagsmálum sem rannsóknir sýna að við ættum að sneiða hjá við útfærslu byggðar. Annað þrepið lýsir einkennum byggðar sem við ættum að fara varlega í að beita. Þriðja þrepið sýnir æskilegar skipulagsáherslur, en sem þarf að skoða og útfæra með tilliti til staðbundinna aðstæðna hverju sinni. Fjórða og efsta þrep stigans geymir síðan áherslur í skipulagsmálum sem rannsóknir sýna að ætti alltaf að vinna að. Hér að neðan eru birt þau atriði sem falla í efsta og neðsta þrep stigans, þ.e. annars vegar það sem rannsóknir sýna að ætti ávallt að miða að og hins vegar það sem rannsóknir sýna að ætti að forðast. Úr stiga staðargæða (e. ladder of place quality) (Place Alliance, 2019) Bætum umræðuna – það er mikið í húfi Við erum ungt borgarsamfélag. Okkar borgarumhverfi hefur alfarið mótast á rúmri öld og að langmestu leyti á því tímabili þegar módernískar skipulagshugmyndir voru alls ráðandi með áherslu á mikla innviðauppbyggingu fyrir einkabílinn, dreifða byggð og hverfi aðgreind eftir tegund húsnæðis og starfsemi. Við búum þess vegna að minni hefðum og færri fyrirmyndum um klassískt, lifandi borgarumhverfi en nágrannaþjóðir okkar. Engu að síður eigum við þó nokkur borgar- og bæjarhverfi sem mótuðust á fyrri hluta síðustu aldar, áður en útþenslustefnan og bílisminn tók yfir. Þetta á til dæmis við vesturhluta Reykjavíkur. Þessi dæmi sýna okkur að það er vel hægt að byggja aðlaðandi, þétta, blandaða borgarbyggð með norðlæga legu sem er umgjörð um lifandi borgarsamfélag og fjölbreytta ferðamáta. Tvö nýleg dæmi um þéttingarreiti þar sem vel hefur tekist til, Dvergsreiturinn í Hafnarfirði og RÚV-reiturinn við Efstaleiti í Reykjavík Rannsókn á nýlegum hverfum hér á landi, bæði þéttingarreitum og úthverfum, sýnir að við þurfum að gera betur, þótt það séu vissulega einnig mörg góð dæmi. En við þurfum að fjölga góðu dæmunum – gera þau að reglu fremur en undantekningu. Það styttist í næstu sveitarstjórnarkosningar sem verða vorið 2026. Það er viðbúið að skipulagsmál verði þá meðal helstu kosningamála. Mikilvægt er að fyrir kosningarnar skapist málefnaleg umræða um það hvernig við stöndum best að því að móta umgjörð um gott líf í borg og bæ. Við þurfum að rýna og ræða, af þekkingu og án hleypidóma, hvað hefur tekist vel og hvað síður og leggja áherslu á gæði til framtíðar. Niðurstaðan má ekki verða að einstök umdeild skipulagsverkefni leiði til þess að bakslag verði í áherslu á sjálfbæra borgarþróun og fjölbreytta ferðamáta. Höfundur er skipulagsfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Byggðamál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega kviknar umræða í samfélaginu um áherslur sveitarfélaga í skipulagsmálum, ekki síst Reykjavíkurborgar. Á umræðunni má gjarnan skilja það sem svo að valkostirnir varðandi þróun borgar og bæja séu eingöngu tveir. Annað hvort byggjum við of þétt og of hátt, með of fáum bílastæðum, of litlum gróðri og of lítilli birtu, eða að við byggjum ósjálfbær, dreifð og bílháð úthverfi. Þarna liggur ákveðinn vandi sem er líklegur til að valda því að umræðan leiði okkur ekki til farsællar niðurstöðu. Valkostirnir eru nefnilega fleiri og hvorugur af þessum fyrrnefndu er endilega góður. 15 mínútna borgin, 20 mínútna hverfið Fræðin um hið byggða umhverfi – borgarhönnun og skipulagsfræði – búa yfir mikilli uppsafnaðri þekkingu um það hvað er mikilvægt að tryggja og hvað er mikilvægt að forðast þegar unnið er að skipulagi byggðar. Ein sterkasta og víðförlasta skipulagskenning síðari ára er hugmyndin um 15 mínútna borgina. Sambærilegar skipulagshugmyndir eru einnig þekktar undir heitinu 20 mínútna hverfið. En hvernig er 15 mínútna borg eða 20 mínútna hverfi? Í stuttu máli er þar átt við hverfi þar sem er fjölbreytt úrval íbúðarhúsnæðis fyrir ólíka hópa. Hverfi þar sem umhverfið er mótað út frá mannlegum mælikvarða og íbúar þurfa ekki að ferðast lengra frá heimili sínu en sem nemur stuttri ferð gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum til að sinna helstu póstum daglegs lífs – matvöruverslun, námi, heilsugæslu, hreyfingu og útiveru, vinnu og svo framvegis. 20 mínútna hverfið (AlWaer & Cooper, 2024) Gróður, birta og skjól Það hefur einnig lengi verið þekkt hve gróður er mikilvægur í hinu byggða umhverfi og skilar margvíslegum gæðum – mýkt, litum og fegurð, skjóli, loftgæðum, tilfinningu fyrir árstíðum með laufgun, haustlitum og vetrarham, fuglalífi og -söng og svo mætti áfram telja. Nýverið hefur verið sett fram skýr og aðgengileg skipulagskenning sem kallast 3-30-300. Hún felur í sér viðmið fyrir skipulagsvinnu til að tryggja gróður í byggð. Viðmiðin eru einföld – að frá hverri íbúð og dvalarstað fólks sjáist þrjú tré, að trjákrónur þeki a.m.k. 30% lands í borgarhverfum og að allir hafi aðgang að góðu útivistarsvæði – almenningsgörðum o.þ.h. – í innan við 300 metra fjarlægð frá heimili. Mikilvægt er að hafa hugfast að þessi viðmið má vel uppfylla í þéttri, blandaðri borgarbyggð. Um það vitna til dæmis okkar elstu og þéttustu borgarhlutar í vesturhluta Reykjavíkur. 3-30-300 (Konijnendijk, 2022) Hér á norðurslóð verður svo seint ofmælt um það hversu þýðingarmikið er að tryggja birtu og skjól; að íbúðarhúsnæði njóti beinnar birtu og að svalir og dvalarsvæði í íbúðarhúsagörðum og öðru nærumhverfi fólks séu skjólsæl og njóti beinnar birtu. Þetta eru gömul sannindi sem meðal annars má sjá í riti Guðmundar Hannessonar læknis, Um skipulag bæja, sem kom út fyrir rúmum 100 árum síðan. Og rétt eins og með gróðurinn vitum við út frá þeim hverfum sem byggðust upp á fyrri hluta síðustu aldar, að það er vel hægt að tryggja sól og skjól í þéttri borgarbyggð hér á okkar norðlægu legu. Stigi staðargæða Auk framangreindra skipulagskenninga má nefna svokallaðan stiga staðargæða sem breskur rannsóknarhópur setti fram fyrir nokkrum árum síðan. Stigi staðargæða dregur fram þætti sem við ættum ýmist að stefna að eða forðast við skipulag byggðar. Þessi atriði byggja ekki á smekk eða dyntum höfunda stigans, heldur á kerfisbundinni greiningu þeirra á rannsóknum víða um lönd til margra ára á því hvað virkar vel og hvað virkar síður í hinu byggða umhverfi. Stigi staðargæða sýnir það sama og ofangreindar skipulagskenningar um 15 mínútna borgina/20 mínútna hverfið og 3-30-300, þ.e. að vönduð, gróðursæl og hæfilega þétt og blönduð borgarbyggð er það sem við eigum að miða að. Stigi staðargæða er með fjórum þrepum. Neðsta þrepið hefur að geyma áherslur í skipulagsmálum sem rannsóknir sýna að við ættum að sneiða hjá við útfærslu byggðar. Annað þrepið lýsir einkennum byggðar sem við ættum að fara varlega í að beita. Þriðja þrepið sýnir æskilegar skipulagsáherslur, en sem þarf að skoða og útfæra með tilliti til staðbundinna aðstæðna hverju sinni. Fjórða og efsta þrep stigans geymir síðan áherslur í skipulagsmálum sem rannsóknir sýna að ætti alltaf að vinna að. Hér að neðan eru birt þau atriði sem falla í efsta og neðsta þrep stigans, þ.e. annars vegar það sem rannsóknir sýna að ætti ávallt að miða að og hins vegar það sem rannsóknir sýna að ætti að forðast. Úr stiga staðargæða (e. ladder of place quality) (Place Alliance, 2019) Bætum umræðuna – það er mikið í húfi Við erum ungt borgarsamfélag. Okkar borgarumhverfi hefur alfarið mótast á rúmri öld og að langmestu leyti á því tímabili þegar módernískar skipulagshugmyndir voru alls ráðandi með áherslu á mikla innviðauppbyggingu fyrir einkabílinn, dreifða byggð og hverfi aðgreind eftir tegund húsnæðis og starfsemi. Við búum þess vegna að minni hefðum og færri fyrirmyndum um klassískt, lifandi borgarumhverfi en nágrannaþjóðir okkar. Engu að síður eigum við þó nokkur borgar- og bæjarhverfi sem mótuðust á fyrri hluta síðustu aldar, áður en útþenslustefnan og bílisminn tók yfir. Þetta á til dæmis við vesturhluta Reykjavíkur. Þessi dæmi sýna okkur að það er vel hægt að byggja aðlaðandi, þétta, blandaða borgarbyggð með norðlæga legu sem er umgjörð um lifandi borgarsamfélag og fjölbreytta ferðamáta. Tvö nýleg dæmi um þéttingarreiti þar sem vel hefur tekist til, Dvergsreiturinn í Hafnarfirði og RÚV-reiturinn við Efstaleiti í Reykjavík Rannsókn á nýlegum hverfum hér á landi, bæði þéttingarreitum og úthverfum, sýnir að við þurfum að gera betur, þótt það séu vissulega einnig mörg góð dæmi. En við þurfum að fjölga góðu dæmunum – gera þau að reglu fremur en undantekningu. Það styttist í næstu sveitarstjórnarkosningar sem verða vorið 2026. Það er viðbúið að skipulagsmál verði þá meðal helstu kosningamála. Mikilvægt er að fyrir kosningarnar skapist málefnaleg umræða um það hvernig við stöndum best að því að móta umgjörð um gott líf í borg og bæ. Við þurfum að rýna og ræða, af þekkingu og án hleypidóma, hvað hefur tekist vel og hvað síður og leggja áherslu á gæði til framtíðar. Niðurstaðan má ekki verða að einstök umdeild skipulagsverkefni leiði til þess að bakslag verði í áherslu á sjálfbæra borgarþróun og fjölbreytta ferðamáta. Höfundur er skipulagsfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun