„Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 10. maí 2025 22:06 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA vísir / jón gautur Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina. „Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“ ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
„Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“
ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira