„Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 10. maí 2025 22:06 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA vísir / jón gautur Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina. „Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“ ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
„Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“
ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira