Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2025 13:54 Randy Kraft, eða „skorkortsmorðinginn“ og Larry Eugene Parks, sem Kraft er grunaður um að hafa myrt árið 1980. AP og Ríkislögregla Oregon Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. Larry Eugene Parks var þrítugur þegar hann hvarf árið 1980 en ríkislögregla Oregon telur nú að hann hafi orðið fórnarlamb Randy Kraft, áðurnefnds raðmorðingja. Park var uppgjafahermaður í Víetnam en fjölskylda hans hafði misst samband við hann ári áður en hann hvarf. Hann sást síðast í Flórída, á hinum enda Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar að verið sé að skoða vísbendingar sem bendi til aðkomu raðmorðingjans og lögregluþjónar séu borubrattir með að svo muni reynast. Kraft var dæmdur árið 1989 fyrir að myrða sextán menn yfir áratug í Kaliforníu. Sex árum áður, árið 1983, hafði Kraft verið stöðvaður af lögregluþjóni sem fannst hann aka ógætilega. Lík landgönguliða sem Kraft hafði kyrkt fannst í skottinu en í bílnum fannst einnig dulkóðaður listi sem talinn er sýna 67 fórnarlömb hans í Kaliforníu, Oregon og í Michigan. Líkamspartar einhverra fórnarlamba hans fundust í frysti Krafts. Hann var dæmdur til dauða en situr enn í fangelsi og hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa drepið nokkurn mann. Rannsóknarlögreglumaður frá Kaliforníu hafði í fyrra samband við lögregluna í Oregon og bauð fram aðstoð sína við að bera kennsl á líkið sem fannst 1980 með nýrri tækni. Líkamssýni voru svo borin saman við fjölskyldumeðlimi Parks og tókst þannig að bera kennsl á hann. Árið 2023 tókst lögreglu að bera kennsl á lík tánings sem talið er að Kraft hafi myrt með sömu tækni. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Larry Eugene Parks var þrítugur þegar hann hvarf árið 1980 en ríkislögregla Oregon telur nú að hann hafi orðið fórnarlamb Randy Kraft, áðurnefnds raðmorðingja. Park var uppgjafahermaður í Víetnam en fjölskylda hans hafði misst samband við hann ári áður en hann hvarf. Hann sást síðast í Flórída, á hinum enda Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar að verið sé að skoða vísbendingar sem bendi til aðkomu raðmorðingjans og lögregluþjónar séu borubrattir með að svo muni reynast. Kraft var dæmdur árið 1989 fyrir að myrða sextán menn yfir áratug í Kaliforníu. Sex árum áður, árið 1983, hafði Kraft verið stöðvaður af lögregluþjóni sem fannst hann aka ógætilega. Lík landgönguliða sem Kraft hafði kyrkt fannst í skottinu en í bílnum fannst einnig dulkóðaður listi sem talinn er sýna 67 fórnarlömb hans í Kaliforníu, Oregon og í Michigan. Líkamspartar einhverra fórnarlamba hans fundust í frysti Krafts. Hann var dæmdur til dauða en situr enn í fangelsi og hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa drepið nokkurn mann. Rannsóknarlögreglumaður frá Kaliforníu hafði í fyrra samband við lögregluna í Oregon og bauð fram aðstoð sína við að bera kennsl á líkið sem fannst 1980 með nýrri tækni. Líkamssýni voru svo borin saman við fjölskyldumeðlimi Parks og tókst þannig að bera kennsl á hann. Árið 2023 tókst lögreglu að bera kennsl á lík tánings sem talið er að Kraft hafi myrt með sömu tækni.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira