Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2025 08:02 Umræða síðustu mánuði um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík hefur verið áhugaverð, áhlaupið á Reykjavíkurborg er markvisst, þaulhugsað – Sjálfstæðisflokkurinn bæði á þingi og sveit, Samtök Iðnaðarins, Hádegismóar, Viðskiptablaðið, sumir uppbyggingaraðilar og núna síðast í gær fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og bæjarstjóri næst fjölmennasta sveitafélags landsins, sem hefur á síðustu árum farið óvarlega með takmarkað byggingaland sitt. Skilaboðin eru þau sömu á öllum stöðum, þétting byggðar sé komin í þrot, tími ofurþéttingar sé liðin, engar lóðir séu til staðar í Reykjavík, lóðaskortur hamli uppbyggingu, lóðaskortur sé ástæða hás íbúðaverðs, lóðaskortur sé orsök húsnæðiskrísunnar því verði að brjóta nýtt land í jaðri byggðar að byggja, það land er ódýrt, ódýrara sé að byggja á ódýru landi, þá lækkar húsnæðisverð, þá lækkar lóðaverð – Vaxtamörkin verði að endurskoða strax. Kunnugleg orðræða - það er staðreynd að ef hlutirnir eru sagðir nógu oft þá fer fólk að trúa þeim. Lítið hefur farið fyrir rökum í umræðunni um hvers vegna við þéttum byggð. Hvers vegna er betra að byggja borgarsamfélög inná við? Í þágu hverra er þétting byggðar? Þétting í borg - fyrir mannlíf og öflugri hverfi Þétting byggðar þéttir fólki saman sem aftur eykur lífsgæði þeirra sem búa saman. Sameignleg svæði laða að sér fleira fólk sem aftur skapar grundvöll fyrir blómlega þjónustu og atvinnulíf. Mannlíf er uppspretta fyrir tækifæri til að skapa hágæða borgarumhverfi sem laðar að sér enn fleira fólk, fjárfestingu, fyrirtæki og stofnanir. Maður er manns gaman og hægt er að vinna gegn meinsemd 21. aldar, einmanaleika, með þéttingu byggðar og fjölbreyttu búsetuformi. Þétting innan gróinna hverfa eflir byggðina sem fyrir er, getur aukið félagslega fjölbreytni, ýtir undir sjálfbærni hverfanna þannig að jafnvægi ólíkra aldurshópa er tryggt. Einmitt til að koma í veg fyrir að einn hópur íbúa verður of fámennur eða of fjölmennur eins og gerðist í Grafarvogi en þá þurfti að loka grunnskóla og leikskóla vegna of fárra barna sem er erfitt verkefni. Við þéttum byggð í þágu fólksins, til að efla mannlífið, til að styrkja verslun, þjónustu og stöndugt atvinnulíf. Þannig tryggjum við sjálfbærni hverfanna í borginni, tryggjum félagslega fjölbreytni og spornum gegn einmannaleika. Þétting í borg - fyrir betri nýtingu sameignlegra gæða og fjármuna Þétting byggðar nýtir betur takmörkuð sameiginleg gæði í eigu okkar allra - gæði eins og borgarland, mannvirki, samgönguæðar. Stærsta fjárfesting sveitafélaga er í mannvirkjum sem tengjast gatna- og veitukerfi, leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Aukin nýfjárfesting kallar á umfangsmeiri rekstur. Með því að þétta í borg er hægt að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í og forgangsraða fjármagni í önnur brýn verkefni. Borgarsjóður er ekki botnlaus. Við þéttum byggð til að fara vel með sameiginleg, takmörkuð gæði okkar Reykvíkinga og um leið kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnissporið í þágu komandi kynslóða. Þétting í borg – forsenda fyrir hágæða almenningssamgöngur og betri loftgæði Við þéttum byggð til að draga úr umferð, bæta loftgæðin en á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað mikið. Fleira fólk – fleiri bílar. Talið er að um 70 bílar bætist við götur höfuðborgarsvæðis á viku, tæplega 4.000 bílar á ári eða rúmlega 15.000 þúsund bílar á kjörtímabili. Það kannast allir við stóra stoppið í Ártúnsbrekku samhliða þungri umferð á háannatíma inn og út úr borginni. Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Um leið skapar það pláss á götum fyrir þau sem þurfa notast við bíl. Með því að draga úr umferð, bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur verða loftgæðin betri en svifryk ógnar sérstaklega heilsu barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Með þéttingu skapast forsendur fyrir vistvænar og sterkar almenningssamgöngur – val verður til fyrir þau sem óska eftir að notast við fjölbreytta ferðamáta og almenningssamgöngur inn í sinn hversdagsleika og um leið skilja bílinn eftir heima. Þétting í þágu samfélagsins – í þágu fólksins Það er vandasamt að byggja borgir inná við. Þrengt er að umferð, útlit skapar umræðu, það sem einum þykir flott, finnst öðrum ljótt og svo eru það gæðin. Þau skipta máli og já mistök hafa verið gerð. Af þeim þarf að læra, skapa skýrari viðmið, verklags- og vinnureglur - gæði umfram magn. Víða hefur tekist vel til. Yngra fólk vill búa þétt, vill hafa val um skilja einkabílinn heima, deilt inngarði með nágrönnum í grillveislu og gengið í búðina. Svo eru aðrir sem vilja sér garð, eiga ökutæki til að leika sér á, vilja vera í jaðri byggðar, stutt frá útvistarsvæðum. Eitt þarf ekki að útiloka annað. Við þéttum byggð í þágu samfélagslegra hagsmuna - fyrir fólk. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Byggðamál Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Umræða síðustu mánuði um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík hefur verið áhugaverð, áhlaupið á Reykjavíkurborg er markvisst, þaulhugsað – Sjálfstæðisflokkurinn bæði á þingi og sveit, Samtök Iðnaðarins, Hádegismóar, Viðskiptablaðið, sumir uppbyggingaraðilar og núna síðast í gær fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og bæjarstjóri næst fjölmennasta sveitafélags landsins, sem hefur á síðustu árum farið óvarlega með takmarkað byggingaland sitt. Skilaboðin eru þau sömu á öllum stöðum, þétting byggðar sé komin í þrot, tími ofurþéttingar sé liðin, engar lóðir séu til staðar í Reykjavík, lóðaskortur hamli uppbyggingu, lóðaskortur sé ástæða hás íbúðaverðs, lóðaskortur sé orsök húsnæðiskrísunnar því verði að brjóta nýtt land í jaðri byggðar að byggja, það land er ódýrt, ódýrara sé að byggja á ódýru landi, þá lækkar húsnæðisverð, þá lækkar lóðaverð – Vaxtamörkin verði að endurskoða strax. Kunnugleg orðræða - það er staðreynd að ef hlutirnir eru sagðir nógu oft þá fer fólk að trúa þeim. Lítið hefur farið fyrir rökum í umræðunni um hvers vegna við þéttum byggð. Hvers vegna er betra að byggja borgarsamfélög inná við? Í þágu hverra er þétting byggðar? Þétting í borg - fyrir mannlíf og öflugri hverfi Þétting byggðar þéttir fólki saman sem aftur eykur lífsgæði þeirra sem búa saman. Sameignleg svæði laða að sér fleira fólk sem aftur skapar grundvöll fyrir blómlega þjónustu og atvinnulíf. Mannlíf er uppspretta fyrir tækifæri til að skapa hágæða borgarumhverfi sem laðar að sér enn fleira fólk, fjárfestingu, fyrirtæki og stofnanir. Maður er manns gaman og hægt er að vinna gegn meinsemd 21. aldar, einmanaleika, með þéttingu byggðar og fjölbreyttu búsetuformi. Þétting innan gróinna hverfa eflir byggðina sem fyrir er, getur aukið félagslega fjölbreytni, ýtir undir sjálfbærni hverfanna þannig að jafnvægi ólíkra aldurshópa er tryggt. Einmitt til að koma í veg fyrir að einn hópur íbúa verður of fámennur eða of fjölmennur eins og gerðist í Grafarvogi en þá þurfti að loka grunnskóla og leikskóla vegna of fárra barna sem er erfitt verkefni. Við þéttum byggð í þágu fólksins, til að efla mannlífið, til að styrkja verslun, þjónustu og stöndugt atvinnulíf. Þannig tryggjum við sjálfbærni hverfanna í borginni, tryggjum félagslega fjölbreytni og spornum gegn einmannaleika. Þétting í borg - fyrir betri nýtingu sameignlegra gæða og fjármuna Þétting byggðar nýtir betur takmörkuð sameiginleg gæði í eigu okkar allra - gæði eins og borgarland, mannvirki, samgönguæðar. Stærsta fjárfesting sveitafélaga er í mannvirkjum sem tengjast gatna- og veitukerfi, leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Aukin nýfjárfesting kallar á umfangsmeiri rekstur. Með því að þétta í borg er hægt að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í og forgangsraða fjármagni í önnur brýn verkefni. Borgarsjóður er ekki botnlaus. Við þéttum byggð til að fara vel með sameiginleg, takmörkuð gæði okkar Reykvíkinga og um leið kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnissporið í þágu komandi kynslóða. Þétting í borg – forsenda fyrir hágæða almenningssamgöngur og betri loftgæði Við þéttum byggð til að draga úr umferð, bæta loftgæðin en á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað mikið. Fleira fólk – fleiri bílar. Talið er að um 70 bílar bætist við götur höfuðborgarsvæðis á viku, tæplega 4.000 bílar á ári eða rúmlega 15.000 þúsund bílar á kjörtímabili. Það kannast allir við stóra stoppið í Ártúnsbrekku samhliða þungri umferð á háannatíma inn og út úr borginni. Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Um leið skapar það pláss á götum fyrir þau sem þurfa notast við bíl. Með því að draga úr umferð, bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur verða loftgæðin betri en svifryk ógnar sérstaklega heilsu barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Með þéttingu skapast forsendur fyrir vistvænar og sterkar almenningssamgöngur – val verður til fyrir þau sem óska eftir að notast við fjölbreytta ferðamáta og almenningssamgöngur inn í sinn hversdagsleika og um leið skilja bílinn eftir heima. Þétting í þágu samfélagsins – í þágu fólksins Það er vandasamt að byggja borgir inná við. Þrengt er að umferð, útlit skapar umræðu, það sem einum þykir flott, finnst öðrum ljótt og svo eru það gæðin. Þau skipta máli og já mistök hafa verið gerð. Af þeim þarf að læra, skapa skýrari viðmið, verklags- og vinnureglur - gæði umfram magn. Víða hefur tekist vel til. Yngra fólk vill búa þétt, vill hafa val um skilja einkabílinn heima, deilt inngarði með nágrönnum í grillveislu og gengið í búðina. Svo eru aðrir sem vilja sér garð, eiga ökutæki til að leika sér á, vilja vera í jaðri byggðar, stutt frá útvistarsvæðum. Eitt þarf ekki að útiloka annað. Við þéttum byggð í þágu samfélagslegra hagsmuna - fyrir fólk. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Samfylkingarinnar í Reykjavík
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun