Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 08:14 Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. EPA/JIM LO SCALZO Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12
Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10
McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49