Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2025 15:49 Inga Sæland hefur skipað Sigríði Ósk Bjarnadóttur í stað Rúnars Sigurjónssonar í stjórn HMS. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýjan fulltrúa í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til að uppfylla lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Nýr fulltrúi í stjórn verður Sigríður Ósk Bjarnardóttir, doktor í byggingarverkfræði. Hún tekur sæti Rúnars Sigurjónssonar sem verður varamaður. Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa gerði athugasemd við skipunina og taldi hana stangast á við jafnréttislög. Auk þess gerði Verkfræðingafélags Íslands athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. Inga sagði eftir ríkisstjórnarfund að hún liti það grafalvarlegum augum ef lögin hefðu verið brotin. Ef það væri raunin yrði þessu breytt og það hefur nú verið gert. Eftir breytingarnar verður stjórnin svo skipuð samkvæmt tilkynningu: • Sigurður Tyrfingsson, formaður, án tilnefningar, • Jónas Yngvi Ásgrímsson, án tilnefningar, • Oddný Árnadóttir, án tilnefningar, • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, án tilnefningar, • Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til vara: • Hanna Guðmundsdóttir, án tilnefningar, • Rúnar Sigurjónsson, án tilnefningar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Tengdar fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. 6. maí 2025 11:03 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. 30. apríl 2025 12:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Nýr fulltrúi í stjórn verður Sigríður Ósk Bjarnardóttir, doktor í byggingarverkfræði. Hún tekur sæti Rúnars Sigurjónssonar sem verður varamaður. Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa gerði athugasemd við skipunina og taldi hana stangast á við jafnréttislög. Auk þess gerði Verkfræðingafélags Íslands athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. Inga sagði eftir ríkisstjórnarfund að hún liti það grafalvarlegum augum ef lögin hefðu verið brotin. Ef það væri raunin yrði þessu breytt og það hefur nú verið gert. Eftir breytingarnar verður stjórnin svo skipuð samkvæmt tilkynningu: • Sigurður Tyrfingsson, formaður, án tilnefningar, • Jónas Yngvi Ásgrímsson, án tilnefningar, • Oddný Árnadóttir, án tilnefningar, • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, án tilnefningar, • Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til vara: • Hanna Guðmundsdóttir, án tilnefningar, • Rúnar Sigurjónsson, án tilnefningar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Tengdar fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. 6. maí 2025 11:03 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. 30. apríl 2025 12:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. 6. maí 2025 11:03
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00
Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. 30. apríl 2025 12:30