Sígild sumarterta að hætti Dana Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. maí 2025 14:31 Berglind heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar. Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira