Sígild sumarterta að hætti Dana Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. maí 2025 14:31 Berglind heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar. Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira