Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. maí 2025 07:31 Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun