Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 23:58 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins notaði óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis til að spyrjast fyrir um það hvaðan eigi að sækja viðbótaraflaheimildir fyrir strandveiðitímabilið í sumar. „Það hafa verið haldnar ótal ræður, settar fram fyrirspurnir og annað af þingmönnum sem vilja glöggva sig á því hvaðan hæstvirtur ráðherra ætlar sér að sækja þær viðbótaraflaheimildir sem blasir við að nauðsynlegar eru til að standa við gefin loforð um 48 daga til strandveiða þetta sumarið,“ sagði Bergþór. Sjálfur hafi hann reiknað með því að einhverjar upplýsingar myndu birtast fyrir miðnætti í gær sunnudag. Ekki sé hægt að koma sér hjá því mikið lengur að svara því hvernig eigi að útfæra strandveiðina í sumar. „Þannig að ég vil bara spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvenær megum við þingmenn eiga von á því að ráðherrann upplýsi um það hvert ráðherrann ætlar sér að sækja viðbótaraflaheimildir og hvaða leiðir er hæstvirtur ráðherra að skoða í þessum efnum?“ Útfærslur til skoðunar Hanna Katrín sagðist þurfa að hryggja Bergþór með því að það sé ekki enn komið að því að hún geti lagt öll spil á borðið. „Vegna þess að nú höfum við til skoðunar tillögu frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar sem við settum í reglugerð og hvernig við munum framfylgja þeim.“ „Það er annað, við erum líka að skoða hvar við getum aukið í. Það eru ákveðnar leiðir sem við höfum færar. Ég hef svo sem rætt það hér áður, það er að færa til með sumargotssíldina fram fyrir tímabilið, það er að hliðra til hinum og þessum heimildum sem við höfum.“ Ljóst að aukningin nái ekki að mæta magninu Hins vegar sé alveg ljóst að sú aukning nái ekki nema ákveðið langt upp í það að mæta því viðbótarveiðimagni sem líklegt er að 48 daga strandveiðitímabil gefi. Þess vegna þurfi að setja átak í eftirlit með strandveiðunum til að tryggja að þær girðingar sem verða settar með reglugerðinni nái sínum markmiðum. Ljóst er að óheftar strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Gróft plan á næstu dögum Hanna Katrín segir að verið sé að vinna málið vel og fólk í ráðuneytinu sé að fara yfir tillögur Fiskistofu. Á næstu dögum held ég að mér sé óhætt að segja að ég hafi gróft plan tilbúið um hvernig við mætum þessu. „Eftir sem áður get ég staðfest það, og ég hef svo sem gert það frá því að við byrjuðum þetta samtal, að það stendur ekki til að fara inn í stóra pottinn,ef svo má segja, þær áhyggjur sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ítrekað lýst yfir og ég hef jafn oft sagt: Það verður ekki gert,“ seir Hanna Katrín. Bergþór þakkaði fyrir svarið og kvaðst hann bíða spenntur til vikuloka. Sjávarútvegur Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Strandveiðar Tengdar fréttir Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins notaði óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis til að spyrjast fyrir um það hvaðan eigi að sækja viðbótaraflaheimildir fyrir strandveiðitímabilið í sumar. „Það hafa verið haldnar ótal ræður, settar fram fyrirspurnir og annað af þingmönnum sem vilja glöggva sig á því hvaðan hæstvirtur ráðherra ætlar sér að sækja þær viðbótaraflaheimildir sem blasir við að nauðsynlegar eru til að standa við gefin loforð um 48 daga til strandveiða þetta sumarið,“ sagði Bergþór. Sjálfur hafi hann reiknað með því að einhverjar upplýsingar myndu birtast fyrir miðnætti í gær sunnudag. Ekki sé hægt að koma sér hjá því mikið lengur að svara því hvernig eigi að útfæra strandveiðina í sumar. „Þannig að ég vil bara spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvenær megum við þingmenn eiga von á því að ráðherrann upplýsi um það hvert ráðherrann ætlar sér að sækja viðbótaraflaheimildir og hvaða leiðir er hæstvirtur ráðherra að skoða í þessum efnum?“ Útfærslur til skoðunar Hanna Katrín sagðist þurfa að hryggja Bergþór með því að það sé ekki enn komið að því að hún geti lagt öll spil á borðið. „Vegna þess að nú höfum við til skoðunar tillögu frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar sem við settum í reglugerð og hvernig við munum framfylgja þeim.“ „Það er annað, við erum líka að skoða hvar við getum aukið í. Það eru ákveðnar leiðir sem við höfum færar. Ég hef svo sem rætt það hér áður, það er að færa til með sumargotssíldina fram fyrir tímabilið, það er að hliðra til hinum og þessum heimildum sem við höfum.“ Ljóst að aukningin nái ekki að mæta magninu Hins vegar sé alveg ljóst að sú aukning nái ekki nema ákveðið langt upp í það að mæta því viðbótarveiðimagni sem líklegt er að 48 daga strandveiðitímabil gefi. Þess vegna þurfi að setja átak í eftirlit með strandveiðunum til að tryggja að þær girðingar sem verða settar með reglugerðinni nái sínum markmiðum. Ljóst er að óheftar strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Gróft plan á næstu dögum Hanna Katrín segir að verið sé að vinna málið vel og fólk í ráðuneytinu sé að fara yfir tillögur Fiskistofu. Á næstu dögum held ég að mér sé óhætt að segja að ég hafi gróft plan tilbúið um hvernig við mætum þessu. „Eftir sem áður get ég staðfest það, og ég hef svo sem gert það frá því að við byrjuðum þetta samtal, að það stendur ekki til að fara inn í stóra pottinn,ef svo má segja, þær áhyggjur sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ítrekað lýst yfir og ég hef jafn oft sagt: Það verður ekki gert,“ seir Hanna Katrín. Bergþór þakkaði fyrir svarið og kvaðst hann bíða spenntur til vikuloka.
Sjávarútvegur Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Strandveiðar Tengdar fréttir Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54
Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03