Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 5. maí 2025 19:02 Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun