Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 13:35 Um borð í bílnum verða læknar sem munu sinna lífshættuleg starfi heilbrigðisstarfsmannsins á Gasaströndinni. Caritas í Jerúsalem Einum svokallaðra páfabíla Frans páfa heitins verður breytt í færanlega heilsugæslu fyrir börn á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Bílinn notaði páfinn meðal annars á ferðalagi sínu til Betlehem árið 2014. Þetta er gert að beiðni páfans og bíllinn verður útbúin öllu því til að sinna fólki í ýtrustu neyð á víglínunni en í morgun var greint frá því að stjórnvöld í Ísrael hefðu samþykkt að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Tugir þúsunda varaliðsmanna hafa verið kallaðir til þjónustu. Um tveir mánuðir eru frá því að Ísraelar lokuðu fyrir neyðaraðstoð inn á ströndina. Því er enn óljóst hvenær páfabíllinn fái að þjónusta særð börn að sögn Caritas, góðgerðaarms Vatíkansins. Ísraelar hafa ekki virst líklegir til að hleypa alþjóðlegum góðgerðastofnunum inn á Gasasvæðið á nýjan leik en þegar og ef að því kemur verður páfabíllinn til reiðu búinn. „Með þessum bíl getum við aðstoðað börn sem hafa í dag engan aðgang að heilbrigðisþjónustu, börn sem eru særð og vannærð. Þetta er raunhæf lífsbjörg þegar heilbrigðiskerfið á Gasasvæðinu er að niðurlotum komið,“ er haft eftir Peter Brune, framkvæmdastjóra sænska arms Caritas, í tilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að Frans páfi hafi skömmu fyrir andlát sitt óskað þess að páfabíllinn yrði gefinn skrifstofu Caritas í Jerúsalem til að veita nauðstöddum börnum nauðsynlega þjónustu. Um borð í færanlegri heilsugæslu páfans heitins verða aðföng til að sauma og sótthreinsa sár, súrefnisbirgðir og grímur, bóluefni og lítill ísskápur til að geyma önnur lyf. „Bíllinn er tákn um kærleikann, umhyggjuna og nándina sem Hans heilaga náð sýndi þeim sem eiga sárast um að binda,“ er haft eftir Anton Asfar, framkvæmdastjóra Caritas í Jerúsalem. „Þetta er ekki bara bíll, þetta er skilaboð um að heimurinn hafi ekki gleymt börnunum á Gasa,“ segir Peter Brune. Páfagarður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bílar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Þetta er gert að beiðni páfans og bíllinn verður útbúin öllu því til að sinna fólki í ýtrustu neyð á víglínunni en í morgun var greint frá því að stjórnvöld í Ísrael hefðu samþykkt að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Tugir þúsunda varaliðsmanna hafa verið kallaðir til þjónustu. Um tveir mánuðir eru frá því að Ísraelar lokuðu fyrir neyðaraðstoð inn á ströndina. Því er enn óljóst hvenær páfabíllinn fái að þjónusta særð börn að sögn Caritas, góðgerðaarms Vatíkansins. Ísraelar hafa ekki virst líklegir til að hleypa alþjóðlegum góðgerðastofnunum inn á Gasasvæðið á nýjan leik en þegar og ef að því kemur verður páfabíllinn til reiðu búinn. „Með þessum bíl getum við aðstoðað börn sem hafa í dag engan aðgang að heilbrigðisþjónustu, börn sem eru særð og vannærð. Þetta er raunhæf lífsbjörg þegar heilbrigðiskerfið á Gasasvæðinu er að niðurlotum komið,“ er haft eftir Peter Brune, framkvæmdastjóra sænska arms Caritas, í tilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að Frans páfi hafi skömmu fyrir andlát sitt óskað þess að páfabíllinn yrði gefinn skrifstofu Caritas í Jerúsalem til að veita nauðstöddum börnum nauðsynlega þjónustu. Um borð í færanlegri heilsugæslu páfans heitins verða aðföng til að sauma og sótthreinsa sár, súrefnisbirgðir og grímur, bóluefni og lítill ísskápur til að geyma önnur lyf. „Bíllinn er tákn um kærleikann, umhyggjuna og nándina sem Hans heilaga náð sýndi þeim sem eiga sárast um að binda,“ er haft eftir Anton Asfar, framkvæmdastjóra Caritas í Jerúsalem. „Þetta er ekki bara bíll, þetta er skilaboð um að heimurinn hafi ekki gleymt börnunum á Gasa,“ segir Peter Brune.
Páfagarður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bílar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira