Sendu Houston enn á ný í háttinn Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 07:31 Stephen Curry hafði ástæðu til að fagna vel í gærkvöld. Getty/Tim Warner Golden State Warriors slógu Houston Rockets enn á ný út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöld og varð áttunda og síðasta liðið til að komast áfram í 2. umferð. Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn. NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira