Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2025 23:03 Frá æfingu söngkonunnar fyrir tónleikana. Vísir/EPA Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. Borgin greiðir fyrir tónleikana og er það tilraun til að lífga upp á efnahagskerfi borgarinnar. Borgaryfirvöld búast við því að tekjur vegna tónleikanna í borginni geti numið allt að 100 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð söngkonunnar til að kynna áttundu plötu hennar, Mayhem. Á plötunni er að finna lögin Abracadabra og Die With a Smile. Hér hefur einhver klætt sig upp sem Lady Gaga og skemmtir á götum Rio í aðdraganda tónleikanna. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að „litlu skrímslin“ eða aðdáendur hennar hafi byrjað að bíða í röð snemma í morgun til að fá aðgang að ströndinni. Miklar öryggisráðstafanir eru við ströndina og eru til dæmis um fimm þúsund lögreglumenn á vakt. Allir sem fara á tónleikana þurfa að fara í gegnum öryggisleitarhlið. Borgaryfirvöld eru auk þess með dróna á flugi og nota andlitsgreiningu til að aðstoða lögreglu á viðburðinum. Lady Gaga er ekki sú fyrsta til að koma fram á ókeypis tónleikum í Rio. Madonna hélt tónleika á Copacabana ströndinni í maí í fyrra. Borgaryfirvöld greiddu einnig fyrir þá tónleika en mikill fjöldi kom einnig saman þá til að hlusta á Madonnu. Í frétt BBC er haft eftir aðdáendum að þeir hafi byrjað að bíða í röð um klukkan 7 í morgun en þyki Lady Gaga þess virði. Brasilía Tónlist Hollywood Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Borgin greiðir fyrir tónleikana og er það tilraun til að lífga upp á efnahagskerfi borgarinnar. Borgaryfirvöld búast við því að tekjur vegna tónleikanna í borginni geti numið allt að 100 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð söngkonunnar til að kynna áttundu plötu hennar, Mayhem. Á plötunni er að finna lögin Abracadabra og Die With a Smile. Hér hefur einhver klætt sig upp sem Lady Gaga og skemmtir á götum Rio í aðdraganda tónleikanna. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að „litlu skrímslin“ eða aðdáendur hennar hafi byrjað að bíða í röð snemma í morgun til að fá aðgang að ströndinni. Miklar öryggisráðstafanir eru við ströndina og eru til dæmis um fimm þúsund lögreglumenn á vakt. Allir sem fara á tónleikana þurfa að fara í gegnum öryggisleitarhlið. Borgaryfirvöld eru auk þess með dróna á flugi og nota andlitsgreiningu til að aðstoða lögreglu á viðburðinum. Lady Gaga er ekki sú fyrsta til að koma fram á ókeypis tónleikum í Rio. Madonna hélt tónleika á Copacabana ströndinni í maí í fyrra. Borgaryfirvöld greiddu einnig fyrir þá tónleika en mikill fjöldi kom einnig saman þá til að hlusta á Madonnu. Í frétt BBC er haft eftir aðdáendum að þeir hafi byrjað að bíða í röð um klukkan 7 í morgun en þyki Lady Gaga þess virði.
Brasilía Tónlist Hollywood Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira