„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2025 21:32 Hörður er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. vísir / diego Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu. „Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
„Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira