Skoðun

Á að sam­eina ÍSÍ og UMFÍ?

Ómar Stefánsson skrifar

Það eru breytingar í farvatninu hjá ÍSÍ við kjör á nýjum formanni ÍSÍ og einnig fylgir því sú breyting að það verður gert að hlutastarfi. Sjálfur vona ég að að það gæfu spor á þinginu verði stigið að það verði gert að fullu starfi og að það verði sett tímamörk á hversu mörg ár hægt sé að gegna starfinu samfleytt.

Allir frambjóðendur hafa forðast að tala um þann möguleika að sameina ÍSÍ og UMFÍ. Það er stór fíll í stofunni sem enginn vil tala um. Sú umræða hefur legið niðri í mörg ár og er löngu tímabært að fara skoða það að nýju. Nú þegar nánast öll íþrótta og ungmennafélög eru aðilar að bæði ÍSÍ og UMFÍ. Að auki tel ég að hægt væri að hleypa krafti í þann félagslega hluta sem UMFÍ hefur haldið frekar utan um en ÍSÍ. Sem dæmi um það er að almenn kunnátta félagsmanna íþróttafélag í fundarsköpum hefur hraka á síðustu árum. Það fjármagn sem núna er til skiptanna má nýta töluvert betur með sameiningu ÍSÍ og UMFÍ. Jafnframt skapast í því tækifæri að skoða skiptingu héraðssambanda. Síðast en ekki síst verður að tryggja að þau landsmót sem UMFÍ hefur haldið út af krafti fyrir alla aldurshópa verði styrkt og efld enn frekar. Það eru fjölmörg atriði sem verður að hafa í huga í upphafi vegferðar.

Aðalatriðið er það að þessa umræðu verður að taka og þá er mikilvægt að heyra hvað frambjóðendum til formanns ÍSÍ þykir um það að sameina þessi stóru sambönd til framtíðar.

Höfundur er búfræðingur og íþróttaáhugamaður.




Skoðun

Sjá meira


×