„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:00 Gagnrýni á skipun stjórnarinnar hefur borist víða að. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira