Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2025 09:45 Stefnt er að fyrsta tilraunaflugi ES 30-flugvélarinnar á þessu ári. Heart Aerospace Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“ Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“
Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50
Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33