Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2025 19:02 Kristrún Frostadóttir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að ræða samskipti forsætisráðuneytisins í máli sem snertir þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks situr í nefndinni og spurði forsætisráðherra út í málið ásamt öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Visir/Anton Forsætisráðherra telur að rétt hafi verið að upplýsa þáverandi mennta- og barnamálaráðherra um að fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar, hafi óskað eftir fundi. En eftir að hún vissi um hvað málið snerist hafi hún verið bundin trúnaði og því ekki rætt málið frekar við ráðherrann. Þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á að það hafi ekki verið gert. Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira