Mjöll Snæsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 12:45 Mjöll Snæsdóttir. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina. Andlát Fornminjar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina.
Andlát Fornminjar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira