Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. apríl 2025 13:03 Ljósmyndarinn Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir gerði nýverið samning við Apple um birtingar á myndum hennar. Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég trúði þessu varla,“ segir Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir ljósmyndari sem gerði nýverið samning við tæknirisann Apple um birtingu á myndum eftir hana. Í gær birti Apple mynd Írisar á Instagram reikningi þeirra sem er með rúmlega 34 milljónir fylgjenda. „Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram. Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
„Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram.
Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning