Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. apríl 2025 13:03 Ljósmyndarinn Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir gerði nýverið samning við Apple um birtingar á myndum hennar. Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég trúði þessu varla,“ segir Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir ljósmyndari sem gerði nýverið samning við tæknirisann Apple um birtingu á myndum eftir hana. Í gær birti Apple mynd Írisar á Instagram reikningi þeirra sem er með rúmlega 34 milljónir fylgjenda. „Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram. Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira
„Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram.
Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira