Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar 30. apríl 2025 09:01 Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Arnór Sigurjónsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun