Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 28. apríl 2025 23:21 Þetta kerti lýsir upp litla verslun í Barselóna meðan rafmagnið er úti. EPA Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. „Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“ Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
„Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“
Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira