Hér má sjá viðtalið í heild sinni:
Donna Cruz er kona margra hatta. Í dag leggur hún stund á tölvunarfræðinám og vinnur við að forrita hjá Nova en hún var áður áhrifavaldur, fegurðardrottning og leikkona svo eitthvað né nefnt.
„Þetta er lúmskt skrímsli, þú veist ekki af þessu fyrr en þetta er búið að gleypa þig,“ segir Donna um kvíðann sem hún glímdi við þegar hún var sem mest áberandi.
Hún ólst upp sem meðlimur sértrúarsafnaðarins Vottar Jehóva, var kosin vinsælasta stúlkan í Ungfrú Ísland og lék aðalhlutverk í íslensku kvikmyndinni Agnesi Joy sem hlaut mikið lof víða um heim.
Í þættinum fer Donna meðal annars yfir uppeldisárin í Breiðholti og hjá Vottar Jehóva, erfið unglingsár og andleg veikindi, ævintýraleg augnablik í leiklistarbransanum og þátttöku hennar í fegurðarsamkeppnum bæði hér og í Filipseyjum. Donna er mjög náin fjölskyldu sinni en forðast nú ástina eins og heitan eldinn eftir að hafa nánast stanslaust verið í samböndum frá því hún var unglingur.