Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 14:12 Áhorfendur á alþjóðlegu tennismóti í Madrid vafra um í myrkri. Leik var frestað vegna rafmangsleysisins. AP/Manu Fernández Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32