Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun