Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Hinrik Wöhler skrifar 28. apríl 2025 18:33 Fyrirlið Fram, Kennie Chopart, var á skotskónum í kvöld. Vísir/Diego Fram sigraði Aftureldingu sannfærandi 3-0 á Lambhagavellinum í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Sigur Fram var aldrei í hættu og náðu Mosfellingar ekki að fylgja eftir frábæri frammistöðu á móti Víkingum í síðustu umferð. Fram fékk kjörið tækifæri strax á fyrstu mínútu eftir mistök í vörn Aftureldingar. Magnús Þórðarson komst einn á móti Jökli Andréssyni en markvörðurinn var fljótur út á móti og varði vel. Framarar byrjuðu leikinn af krafti og komu boltanum í netið örfáum mínutum síðar þegar Kyle McLagan skallaði boltann í markið en aðstoðardómarinn lyfti flagginu og stóð markið ekki. Heimamenn héldu áfram að sækja og á 20. mínútu kom fyrsta markið. Vuk Oskar Dimitrijevic tók á rás upp vinstri kantinn og og gaf nákvæma sendingu inn á miðjan vítateig. Þar var Kennie Chopart mættur og náði föstum skalla í fjærhornið sem Jökull Andrésson náði ekki til. Mosfellingar vöknuðu til lífsins eftir fyrsta mark Framara en voru slegnir niður á jörðina á 35. mínútu þegar Framarar skoruðu aftur. Haraldur Einar Ásgrímsson átti lúmska fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fór í gegnum vörn Aftureldingar þar sem Kyle McLagan kláraði örugglega við fjærstöng. Kyle var einn og óvaldaður við markteiginn og renndi boltanum auðveldlega í netið. Framarar gáfu ekkert eftir og héldu áfram að sækja að marki Aftureldingar. Fred Saraiva tók góðan sprett að vítateigslínunni og lét vaða að marki en Jökull Andrésson náði að blaka boltanum frá. Framarar fóru með tveggja marka forskot í hálfleik og ljóst var að Mosfellingar þurftu að bæta verulega í til að fá stig út úr leiknum í kvöld. Það var kraftur í Mosfellingum í upphafi seinni hálfleiks og voru gestirnir hársbreidd að minnka muninn snemma í seinni hálfleik. Elmar Kári Cogic slapp inn fyrir vörn Framara og vippaði laglega yfir Viktor Frey Sigurðsson, boltinn var á leið í netið en Kennie Chopart náði að skalla frá á elleftu stundu. Það var hins vegar ekki Mosfellingar sem skoruðu næsta mark en Vuk Oskar Dimitrijevic opnaði markareikning sinn með Fram á 74. mínútum. Freyr Sigurðsson vann boltann af Aroni Jónssyni í vörn Aftureldingar og lagði hann út á Vuk Oskar sem gat ekki annað en skorað í autt markið. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út eftir þriðja markið og Framarar gátu því fagnað sannfærandi sigri eftir svekkjandi tap gegn ÍBV í síðustu umferð. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Besta deild karla Fram Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn
Fram sigraði Aftureldingu sannfærandi 3-0 á Lambhagavellinum í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Sigur Fram var aldrei í hættu og náðu Mosfellingar ekki að fylgja eftir frábæri frammistöðu á móti Víkingum í síðustu umferð. Fram fékk kjörið tækifæri strax á fyrstu mínútu eftir mistök í vörn Aftureldingar. Magnús Þórðarson komst einn á móti Jökli Andréssyni en markvörðurinn var fljótur út á móti og varði vel. Framarar byrjuðu leikinn af krafti og komu boltanum í netið örfáum mínutum síðar þegar Kyle McLagan skallaði boltann í markið en aðstoðardómarinn lyfti flagginu og stóð markið ekki. Heimamenn héldu áfram að sækja og á 20. mínútu kom fyrsta markið. Vuk Oskar Dimitrijevic tók á rás upp vinstri kantinn og og gaf nákvæma sendingu inn á miðjan vítateig. Þar var Kennie Chopart mættur og náði föstum skalla í fjærhornið sem Jökull Andrésson náði ekki til. Mosfellingar vöknuðu til lífsins eftir fyrsta mark Framara en voru slegnir niður á jörðina á 35. mínútu þegar Framarar skoruðu aftur. Haraldur Einar Ásgrímsson átti lúmska fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fór í gegnum vörn Aftureldingar þar sem Kyle McLagan kláraði örugglega við fjærstöng. Kyle var einn og óvaldaður við markteiginn og renndi boltanum auðveldlega í netið. Framarar gáfu ekkert eftir og héldu áfram að sækja að marki Aftureldingar. Fred Saraiva tók góðan sprett að vítateigslínunni og lét vaða að marki en Jökull Andrésson náði að blaka boltanum frá. Framarar fóru með tveggja marka forskot í hálfleik og ljóst var að Mosfellingar þurftu að bæta verulega í til að fá stig út úr leiknum í kvöld. Það var kraftur í Mosfellingum í upphafi seinni hálfleiks og voru gestirnir hársbreidd að minnka muninn snemma í seinni hálfleik. Elmar Kári Cogic slapp inn fyrir vörn Framara og vippaði laglega yfir Viktor Frey Sigurðsson, boltinn var á leið í netið en Kennie Chopart náði að skalla frá á elleftu stundu. Það var hins vegar ekki Mosfellingar sem skoruðu næsta mark en Vuk Oskar Dimitrijevic opnaði markareikning sinn með Fram á 74. mínútum. Freyr Sigurðsson vann boltann af Aroni Jónssyni í vörn Aftureldingar og lagði hann út á Vuk Oskar sem gat ekki annað en skorað í autt markið. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út eftir þriðja markið og Framarar gátu því fagnað sannfærandi sigri eftir svekkjandi tap gegn ÍBV í síðustu umferð. Uppgjör og viðtöl væntanleg.
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn