Íslenski boltinn

Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saumavélin sem sér til þess að grasvöllurinn á Laugardalsvelli verður blendingur, blanda af náttúrulegu grasi og gervigrasi.
Saumavélin sem sér til þess að grasvöllurinn á Laugardalsvelli verður blendingur, blanda af náttúrulegu grasi og gervigrasi. @laugardalsvollur

Það styttist í endurkomu Laugardalsvallar í íslenska fótboltann og sumardagurinn fyrsti var tímamótadagur fyrir þjóðarleikvanginn.

Starfsmenn Laugardalsvallar segja frá því á miðlum sínum að byrjað var að sauma gervigrasið í völlinn í gær.

Þar mátti einnig sjá myndir af verkháttum og af vélinni sem sér um saumaskapinn.

Það var sáð í völlinn á dögunum og hann hefur fengið mikið af sól á síðustu dögum sem er hið besta mál. Völlurinn er upphitaður og hitastigið er því ekki eins mikilvægt og sólargeislarnir.

Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan þá var byrjað að sauma í kringum leikvöllinn og svo haldið áfram með restina af vellinum eftir það.

Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að fyrsti leikurinn á vellinum fari fram fjörutíu dögum eftir að saumaskapurinn byrjaði.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í Þjóðadeildinni 3. júní næstkomandi, vonandi á nýsaumuðum Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×