Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 10:25 Frederik August Albrecht Schram hefur spilað 55 leiki með Val í efstu deild og nú er ljós að þeir verða fleiri. Valur Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda. Frederik lék með Val á árunum 2022 til 2024 og spilaði þá 55 leiki með liðinu en hann snýr aftur eftir stutta dvöl hjá danska félaginu FC Roskilde. Hann á auk þess að baki sjö leiki með íslenska A-landsliðinu. Ástæða endurkomunnar er sú að Ögmundur Kristinsson, sem leysti Frederik Schram af hólmi, hefur ekki náð sér að fullu eftir meiðsli. „Það er auðvitað alltaf erfitt þegar menn eru að glíma við langvarandi meiðsli og við erum virkilega svekktir með stöðuna á Ögmundi. Það er samt enginn svekktari en Ömmi sjálfur. Hann hefur lagt allt í að ná sér góðum, en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður vonast eftir. Hann hefur verið mjög faglegur í öllu síðan hann kom til okkar og lyft mörgu á hærra level með sínu flotta viðhorfi,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í fréttatilkynningu Valsmanna. Stefán Þór Ágústsson er ungur og efnilegur markvörður sem hefur fengið tækifæri í vetur og spilað í Valsmarkinu í byrjun móts. Frederik var klár þegar kallið kom frá Hlíðarenda og Roskilde var tilbúið að láta hann fara. „Frederik er auðvitað bara Valsari og frábær gaur sem ég hef haldið góðu sambandi við síðan hann fór. Þegar ég greindi honum frá stöðunni hjá okkur var strax ljóst að þau fjölskyldan voru til í að skoða það að koma aftur til okkar. Við vorum síðan fljótir að ná samkomulagi við Roskilde og því ljóst að hann verður leikmaður okkar á ný. Við höfum lagt mikið í liðið okkar í vetur og ljóst að það verður alvöru samkeppni um markmannsstöðuna eins og aðrar stöður í liðinu.,“ segir Björn Steinar. Björn vonast samt til þess að Ögmundur verði hluti af samkeppninni um markmannsstöðuna en ómögulegt sé að segja til um á þessari stundu hvernig það muni þróast. Besta deild karla Valur Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Frederik lék með Val á árunum 2022 til 2024 og spilaði þá 55 leiki með liðinu en hann snýr aftur eftir stutta dvöl hjá danska félaginu FC Roskilde. Hann á auk þess að baki sjö leiki með íslenska A-landsliðinu. Ástæða endurkomunnar er sú að Ögmundur Kristinsson, sem leysti Frederik Schram af hólmi, hefur ekki náð sér að fullu eftir meiðsli. „Það er auðvitað alltaf erfitt þegar menn eru að glíma við langvarandi meiðsli og við erum virkilega svekktir með stöðuna á Ögmundi. Það er samt enginn svekktari en Ömmi sjálfur. Hann hefur lagt allt í að ná sér góðum, en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður vonast eftir. Hann hefur verið mjög faglegur í öllu síðan hann kom til okkar og lyft mörgu á hærra level með sínu flotta viðhorfi,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í fréttatilkynningu Valsmanna. Stefán Þór Ágústsson er ungur og efnilegur markvörður sem hefur fengið tækifæri í vetur og spilað í Valsmarkinu í byrjun móts. Frederik var klár þegar kallið kom frá Hlíðarenda og Roskilde var tilbúið að láta hann fara. „Frederik er auðvitað bara Valsari og frábær gaur sem ég hef haldið góðu sambandi við síðan hann fór. Þegar ég greindi honum frá stöðunni hjá okkur var strax ljóst að þau fjölskyldan voru til í að skoða það að koma aftur til okkar. Við vorum síðan fljótir að ná samkomulagi við Roskilde og því ljóst að hann verður leikmaður okkar á ný. Við höfum lagt mikið í liðið okkar í vetur og ljóst að það verður alvöru samkeppni um markmannsstöðuna eins og aðrar stöður í liðinu.,“ segir Björn Steinar. Björn vonast samt til þess að Ögmundur verði hluti af samkeppninni um markmannsstöðuna en ómögulegt sé að segja til um á þessari stundu hvernig það muni þróast.
Besta deild karla Valur Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira