„Hún er klárlega skemmtikraftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 11:02 Aida Kardovic er óhrædd við að að taka á varnarmenn og sýnir oft leikni sína inn á vellinum. @fhl.fotbolti/S2 Sport FHL er nýliði í Bestu deild kvenna í fótbolta sumar og einn leikmaður liðsins hefur þegar vakið mikla athygli hjá sérfræðingum Bestu markanna. Aida Kardovic lífgar mikið upp á deildina en þetta er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Serbíu. FHL mætir FH í Kaplakrikanum í dag og þar er full ástæða til að fylgjast með þessum skemmtilega leikmanni ef marka má umfjöllun Bestu markanna um hana í síðasta þætti. Klippa: Bestu Mörkin: Skemmtikrafturinn Aida Kardovic „Við erum með Aidu Kardovic sem við spáum að geti orðið pínu skemmtikraftur í þessari deild,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna. Stundum að reyna aðeins of flókna hluti „Hún er klárlega skemmtikraftur. Það er orð sem má nota yfir hana. Ef það má setja eitthvað út á hana þá er ‚less is more' stundum. Hún er stundum að reyna aðeins of flókna hluti,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Hún er að tapa boltanum á slæmum stöðum en virkilega skemmtilega leikmaður, mjög leikin og flink. Þetta er svona leikmaður sem fólk borgar sig inn á fótboltaleiki til að horfa á spila fótbolta,“ sagði Mist. „Það er svona Katrín Ómars í henni“ „Það er svona Katrín Ómars í henni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, og var þar að tala um fyrrum liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu og leikmann sem varð tvisvar Englandsmeistari með Liverpool. „Já er það ekki. Hún er snögg að gera hlutina og kannski reyndir stundum of mikið. Stundum er þjálfarinn að klóra sér í hausnum,“ sagði Helena. „Og örugglega samherjar líka. Þetta er skemmtilegur leikmaður og hún á örugglega eftir að skora einhver skemmtileg mörk í sumar,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina um Aidu Kardovic hér fyrir ofan sem og svipmyndir af tilþrifum hennar úr leiknum á móti Val. Besta deild kvenna FHL Bestu mörkin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Aida Kardovic lífgar mikið upp á deildina en þetta er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Serbíu. FHL mætir FH í Kaplakrikanum í dag og þar er full ástæða til að fylgjast með þessum skemmtilega leikmanni ef marka má umfjöllun Bestu markanna um hana í síðasta þætti. Klippa: Bestu Mörkin: Skemmtikrafturinn Aida Kardovic „Við erum með Aidu Kardovic sem við spáum að geti orðið pínu skemmtikraftur í þessari deild,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna. Stundum að reyna aðeins of flókna hluti „Hún er klárlega skemmtikraftur. Það er orð sem má nota yfir hana. Ef það má setja eitthvað út á hana þá er ‚less is more' stundum. Hún er stundum að reyna aðeins of flókna hluti,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Hún er að tapa boltanum á slæmum stöðum en virkilega skemmtilega leikmaður, mjög leikin og flink. Þetta er svona leikmaður sem fólk borgar sig inn á fótboltaleiki til að horfa á spila fótbolta,“ sagði Mist. „Það er svona Katrín Ómars í henni“ „Það er svona Katrín Ómars í henni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, og var þar að tala um fyrrum liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu og leikmann sem varð tvisvar Englandsmeistari með Liverpool. „Já er það ekki. Hún er snögg að gera hlutina og kannski reyndir stundum of mikið. Stundum er þjálfarinn að klóra sér í hausnum,“ sagði Helena. „Og örugglega samherjar líka. Þetta er skemmtilegur leikmaður og hún á örugglega eftir að skora einhver skemmtileg mörk í sumar,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina um Aidu Kardovic hér fyrir ofan sem og svipmyndir af tilþrifum hennar úr leiknum á móti Val.
Besta deild kvenna FHL Bestu mörkin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira