Kai-Ji Adam Lo fór fyrir dómara seint í gær og fór svo aftur í gæsluvarðhald. Í frétt BBC er haft eftir lögreglunni í Vancouver að líklega muni bætast við fleiri ákærur síðar.
Steve Rai, starfandi lögreglustjóri borgarinnar, lýsti deginum sem þeim myrkasta í sögu borgarinnar. Um hundrað þúsund manns mættu á Lapu Lapu-hátíðina, filippseysk hátíð sem var haldinn allan daginn.
Í frétt BBC segir að ekki hafi enn verið greint frá því hverjir létust á hátíðinni en lögregla hefur þó greint frá því að fórnarlömbin séu á aldursbilinu fimm til 65 ára.
Kai-Ji Adam Lo hafði áður komist í kast við lögin. Lögregla útilokar ekki að hann aðhyllist öfgaskoðanir en taldi þó líklegra að atvikið mætti frekar tengja við andleg veikindi hans.
Mikil reiði og sorg er í filippseyska samfélaginu í Vancouver vegna árásarinnar. Árásin átti sér stað klukkan 20.14. Fjölmargir urðu vitni að atburðinum.