Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2025 22:02 Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og kaffi. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira
Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira