Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2025 22:02 Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og kaffi. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira