Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 09:34 Drengur er sprautaður með MMR-bóluefninu sem veitir vörn gegn mislingum í Texas þar sem mannskæður faraldur hefur geisað undnafarna mánuði. Vísir/EPA Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar.
Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira