Edwards átti virkilega góðan leik þegar Minnesota Timberwolves gerði sér lítið fyrir og pakkaði Los Angeles Lakers saman, í Los Angeles, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hann gerði einnig svolítið annað sem mun kosta hann skildinginn.
Hin nýja vefrétt NBA-deildarinnar, Shams Charania, greinir nú frá að NBA-deildin muni sekta hinn 23 ára gamla Edwards um áðurnefnda upphæð fyrir að segja „getnaðarlimur minn er stærri en ykkar“ við áhorfendur á leik Lakers og Minnesota.
The NBA is fining Minnesota’s Anthony Edwards $50,000 for his “my d--- bigger than yours” comments to the Lakers crowd Saturday night, sources tell ESPN.
— Shams Charania (@ShamsCharania) April 22, 2025
Leikur tvö í einvígi liðanna fer fram í nótt, aðfaranótt miðvikudags, og þurfa LeBron James, Luka Doncić og félagar í Lakers nauðsynlega á sigri að halda ef ekki á illa að fara. Hvort Edwards láti verkin tala á vellinum eða endurtaki leikinn frá því í fyrsta leik verður að koma í ljós.