Í gær greindi ÍR frá því á samfélagsmiðlum að Falko hefði skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.
WE GOT HIM!🔒
— ÍR Körfubolti (@irkarfa) April 21, 2025
Jacob Falko hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því leika áfram með liðinu á næstkomandi keppnistímabili í Bónus-deildinni!🤍💙 pic.twitter.com/SK9U45fW09
Falko lék einkar vel með ÍR í vetur og var valinn besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar á lokahófi hennar.
Falko skoraði 23,0 stig að meðaltali í leik í deildinni, tók 4,5 fráköst og gaf 7,3 stoðsendingar.
ÍR endaði í 7. sæti deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Í átta liða úrslitunum mættu ÍR-ingar Stjörnumönnum og töpuðu einvíginu, 3-1. Í leikjunum fjórum gegn Stjörnunni var Falko með 28,5 stig, 3,5 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali.