Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar 22. apríl 2025 08:02 Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar