Körfubolti

Valur og KR unnu Scania Cup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scania Cup meistarar Vals.
Scania Cup meistarar Vals. Kristinn Magnússon

Áttundi flokkur stúlkna hjá Val og tíundi flokkur drengja unnu Scania Cup í Svíþjóð um páskana.

Valsstelpur töpuðu fyrsta leik sínum á Scania Cup en unnu næstu fimm og tryggðu sér titilinn. 

Í úrslitaleiknum sigraði Valur Kungsholmen Basket frá Svíþjóð, 38-30. Rún Sveinbjörnsdóttir skoraði 21 stig fyrir Val en hún var valin Scania drottning mótsins. Rún var með 27,7 stig að meðaltali í leikjunum sex á Scania Cup.

Scania Cup meistarar Vals

  • Rún Sveinbjörnsdóttir
  • Íris Lóa Hermannsdóttir
  • Heiðrún Helena Svansdóttir
  • Eyja Garðarsdóttir
  • Elma Kristín Stefánsdóttir
  • Hugrún Edda Kristinsdóttir
  • Fransiska Ingadóttir
  • Ella Theodora Kazooba Devos
  • Nína Gísladóttir

Í úrslitaleik 10. flokks drengja vann KR fjögurra stiga sigur á Alvik Basket frá Svíþjóð, 61-65.

KR-ingar glaðbeittir eftir úrslitaleikinn.ingunn björk vilhjálmsdóttir

Benoni Stefan Andrason skoraði þrjátíu stig fyrir KR-inga í úrslitaleiknum og var með 30,8 stig að meðaltali í leikjunum sex á Scania Cup. 

Þess má geta að faðir hans, Andri Stefan, vann fjölmarga titla sem leikmaður Hauka í handbolta í byrjun aldarinnar.

Scania Cup meistarar KR

  • Benoni Stefan Andrason
  • Djordje Arsic
  • Jóhannes Ragnar Hallgrímsson
  • Orri Ármannsson
  • Arnar Reynisson
  • Savo Rakanovic
  • Emil Björn Kárason
  • Kári Arnarsson
  • Benedikt Sveinsson Blöndal
  • Guðmundur Orri Jóhannsson
  • Haraldur Áss Liljuson
  • Gunnar Wanai Viktorsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×