Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 07:56 Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í gær. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt.
Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira