Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. apríl 2025 20:01 Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun