Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2025 07:02 Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ragna Sigurðardóttir Skattar og tollar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun