Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2025 07:02 Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ragna Sigurðardóttir Skattar og tollar Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun