Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 12:01 Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustunar. vísir/vilhelm Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira